Þétt og dimm él – appelsínugul viðvörun

Vindaspáin á landinu kl. 8 í fyrramálið.
Vindaspáin á landinu kl. 8 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Síðdegis og í kvöld gengur í þétt og dimm él suðvestanlands. Á Hellisheiði og í Þrengslum sem og á Mosfellsheiði verður skafrenningskóf og blint með köflum. Sama á við um Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. 

Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands, að appelsínugul viðvörun sé í gildi fyrir allt landið. 

„Suðvestan 10-20 og víða él, einkum sunnan- og vestan til. Kólnandi veður, hiti um frostmark seinnipartinn.

Sunnan stormur, rok og sums staðar ofsaveður, 20-30 m/s, í fyrramálið með slyddu eða snjókomu. Snýst í suðvestan hvassviðri með éljum, fyrst vestan til en eftir hádegi austanlands. Hiti víða í kringum frostmark en allt að 5 stigum við suðurströndina framan af degi. Vægt frost annað kvöld,“ segir í spá Veðurstofunnar. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is