Eldur kviknaði úti á Granda

Eldur kviknaði á áttunda tímanum í morgun í smáhýsi fyrir heimilislausa á Granda. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er ekki búið að ráða niðurlögum eldsins en það er komið vel á veg. 

Slökkvilið að störfum á Granda.
Slökkvilið að störfum á Granda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppfært kl. 8.46:

Slökkvistarf gengur vel og er það langt komið. Tvær stöðvar frá slökkviliðinu eru á staðnum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem gat ekkert sagt til um hvort einhver hefði verið inni í hýsinu þegar eldurinn kviknaði.

Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan átta í morgun.

Slökkvistarf úti á Granda.
Slökkvistarf úti á Granda. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert