Hver fær 50,5 milljónir í vasann

Íslendingur hreppti annan Jókervinning.
Íslendingur hreppti annan Jókervinning.

Þrír heppnir miðahafar skiptu með sér öðrum vinningi í Eurojackpot og fær hver þeirra rúmar 50,5 milljónir í vasann. Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins.

Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Tveir miðahafar voru með þriðja vinning og fá þeir tæpar 43 milljónir hvor en miðarnir voru keyptir í Noregi og Slóvakíu.

Vinningur leyndist á Olís við Tryggvabraut

Enginn var með allar tölur réttar og réttri röð í Jókernum en einn stálheppinn Íslendingur var með annan vinning og fær fyrir það 100.000 krónur. Miðann keypti hann í Olís við Tryggvabraut á Akureyri.

mbl.is