Vindorkugarður á Meðallandssandi

Vindmyllur við Búrfell.
Vindmyllur við Búrfell. mbl.is/Árni Sæberg

Quair Iceland er að breyta áformum sínum um vindorkugarð í landi Grímsstaða í Meðallandi. Við vinnu við umhverfismat fyrir vindorkugarð þar kom í ljós að fækka þyrfti áformuðum vindmyllum úr 24 í 10. Jafnframt var hafið sjálfstætt matsferli fyrir nýtt svæði sem liggur frá fyrra svæðinu, um Meðallandssand og niður að sjó. Þar er áformað að setja upp 21 vindmyllu með samtals um 150 megavatta afli.

Kort/mbl.is

Nýja svæðið, Grímsstaðir 2, er talið tilvalið fyrir vindorkugarð þar sem það er flatt, fjarri fjöllum og skjóli og því vindasamt. Svæðið er um 1.600 hektarar að stærð en það eldra 900 hektarar. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert