Pítsustaðir bregðast við hækkunum

Verð á tómötum hefur hækkað um tugi prósenta í Bretlandi. …
Verð á tómötum hefur hækkað um tugi prósenta í Bretlandi. Hér hafa veitingastaðir þurft að bregðast við hækkandi hráefniskostnaði. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum fundið fyrir verðhækkunum á öllu og höfum brugðist við með því að flytja meira inn sjálf,“ segir Haukur Már Gestsson, einn eigenda Flateyjar-pítsukeðjunnar.

Mikil umræða hefur verið í Bretlandi að undanförnu um verð á tómötum. Það hefur hækkað upp úr öllu valdi með tilheyrandi áhrifum á ítalska veitingastaði þar í landi sem reiða sig mjög á niðursoðna tómata til pítsu- og pastagerðar. Er nú svo komið að margir veitingastaðir í Bretlandi drýgja sósur og bjóða hvítar pítsur og tómatlausa pastarétti í meira mæli til að bregðast við skorti á tómötum og síhækkandi verði.

Mikill fjöldi veitingastaða selur pítsur og ítalskan mat hér á landi. Veitingamenn sem Morgunblaðið hefur rætt við segja að umræddur skortur í Bretlandi komi ekki beint við aðföng veitingastaða hér en áhrifa virðist þó gæta.

„Við kaupum San Marzano-tómata beint frá býli við Napólí. Uppskeran kláraðist í febrúar í fyrra og við fengum ekki tómata þaðan í hálft ár. Þá þurftum við að versla við aðra. Það er greinilega skortur fyrir hendi, í það minnsta á San Marzano-tómötum. Þeir eru hvergi annars staðar ræktaðir og njóta vaxandi vinsælda,“ segir Haukur á Flatey.

Nánar er fjallað um stöðu pítsustaða og verðhækkanir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert