Dagmál í 2 ár: Aldrei markmiðið að strjúka fólki öfugt

Salka Vals­dótt­ir, ein Reykja­vík­ur­dætra, var gestur Dagmála þann 12. apríl í fyrra. Þar rakti hún meðal annars reynslu hljómsveitarinnar af Söngvakeppninni 2022 en þær lentu þar í öðru sæti.

Hún seg­ir það hafa verið mik­inn sig­ur fyr­ir hljóm­sveit­ina að koma fram í Söngv­akeppn­inni og finna þenn­an mikla meðbyr meðal Íslend­inga, en hann hafi ekki verið mjög sýni­leg­ur hér á landi til þessa. 

Reykja­vík­ur­dæt­ur hafi lengi hugsað um að taka þátt enda marg­ar þeirra mikl­ir aðdá­end­ur keppn­inn­ar. „Þetta er svo mik­il snilld og steypa og æði,“ seg­ir Salka og nefn­ir að þeim hafi þótt hin skipu­lagða kaó­tík sem ein­kenni fram­komu hljóm­sveit­ar­inn­ar eiga er­indi í keppn­ina. 

En það var alltaf eitt­hvað sem stoppaði þær, tón­leika­ferðalög eða plötu­út­gáfa, en í Covid-far­aldr­in­um fundu þær loks tíma. „Og það var bara al­veg klikkað að gera þetta.“

Smelltu hér og tryggðu þér frían vikupassa af Dagmálum.

„Smá svona högg“

„Það var búið að preppa mann rosa mikið fyr­ir að vinna, það var svo mikið orðræðan,“ seg­ir Salka um úr­slit­in. „Ég var miklu meira búin að finna fyr­ir kvíðanum yfir því hvað ger­ist ef ég vinn held­ur en kvíðanum yfir hvað ger­ist ef ég tapa. Þannig það var al­veg smá svona högg.“

Reykja­vík­ur­dæt­ur höfnuðu í öðru sæti en syst­urn­ar Sigga, Beta og Elín urðu full­trú­ar Íslend­inga í Eurovisi­on 2022. 

„En svo var þetta svo mik­ill sig­ur fyr­ir þessa hljóm­sveit. Við höf­um, sögu­lega, á Íslandi ekki verið elskaðar, alla vega ekki fundið fyr­ir svona stuðningi. Mér finnst enn þá mjög skrítið að búa í ís­lensku sam­fé­lagi þar sem Reykja­vík­ur­dæt­ur eru elskaðar. Mér finnst það magnað. Ég hélt ekk­ert að það myndi ger­ast nokk­urn tím­ann,“ seg­ir Salka. 

„Við stýrðum okk­ar flaggi svo­lítið annað út af því það var ekk­ert mjög auðvelt að koma fram hérna oft og ekki mik­ill meðbyr, ekki sýni­leg­ur alla vega. Fólk var svo­lítið að hvísla að manni að það fílaði mann.“

Of­beld­is­fullt eða ógeðslegt 

Salka seg­ir að þrátt fyr­ir að mikið hafi verið talað um að Reykja­vík­ur­dæt­ur væru ögr­andi hljóm­sveit þá hafi það aldrei verið mark­miðið að ögra. „Mjög oft vor­um við bara að gera eitt­hvað sem okk­ur fannst skemmti­legt og frels­andi og gam­an og hugsuðum að væri að fara að lyfta fólki. En fólk tók því sem ein­hverju sem væri of­beld­is­fullt eða ógeðslegt,“ seg­ir hún og vís­ar í umræðuna um fram­komu sveit­ar­inn­ar í Vik­unni með Gísla Marteini árið 2016.

„Það var ákvörðun tek­in af fjöl­miðlum held ég og há­vær­ustu rödd­un­um um að þetta væri eitt­hvað batte­rí sem hefði það að mark­miði að strjúka fólki öf­ugt. Það var í raun­inni aldrei þannig. Og það sem mér fannst svo gott við Söngv­akeppn­ina var að við feng­um svo­lítið að kynna Reykja­vík­ur­dæt­ur á okk­ar for­send­um á Íslandi í raun og veru í fyrsta skipti. Það að fá að gera það og í raun­inni upp­skera ást er mik­ill sig­ur.“

mbl.is