Lífsgæði aukin með gefandi starfi

Gunnlaugur Már Briem, formaður Félags sjúkraþjálfara.
Gunnlaugur Már Briem, formaður Félags sjúkraþjálfara. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Brjósklos með miklum verkjum sem fylgdu sársauki og svefnleysi. Maðurinn var óvinnufær og bið eftir aðgerð virtist ætla að verða löng. Vonin var helst að sjúkraþjálfari gæti eitthvað gert. Og skyndilega opnaðist glufa.

Mér finnst ég hafa unnið í happadrætti, sagði viðkomandi og vísaði til þess að þröngt er um að fá tíma hjá sjúkraþjálfurum, svo eftirsótt er þjónustan og fólk í faginu ekki nógu margt. Strax eftir fyrsta tímann þótti sjúklingnum sem hér segir frá hann vera heldur skárri sem veit á gott um framhaldið.

Hér að ofan er dagsönn dæmisaga frá í síðustu viku um mikilvægi starfs sjúkraþjálfara og hve miklu þeir geta áorkað. En þeir þurfa að vera fleiri. Sjúkraþjálfarar á Íslandi eru milli 800-900 og má segja að hópurinn skiptist í tvennt; annars vegar þau sem starfa við heilbrigðisstofnanir og á sjúkrahúsum og hins vegar á einkastofum.

„Í dag útskrifast um 35 sjúkraþjálfarar á ári frá HÍ, en skortur á plássum fyrir verknámsþjálfun ræður miklu um að fjöldinn er ekki meiri. Hér þarf að gera betur og koma með nýjar lausnir. Mér finnst strax vera góðs viti að heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir því að efla þurfi endurhæfingarstarf og hefur sýnt viðleitni til þess,“ segir Gunnlaugur Már Briem, formaður Félags sjúkraþjálfara.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »