Öll salan af pizzunni til hjartveikra barna

Allur ágóði sölunnar rennur að þessu sinni til Neistans.
Allur ágóði sölunnar rennur að þessu sinni til Neistans.

Domino's hóf sölu á góðgerðarpizzu ársins 2023 í gær, en pizzan verður á matseðli flatbökurisans fram til fimmtudagsins 16. mars.

Að þessu sinni rennur öll salan af pizzunni til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.

„Markmiðið er að safna sem mestu fyrir Neistann og lyfta þeim upp,” segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino's, í samtali við mbl.is.

Neistinn ætlar að nýta söluna á góðgerðarpizzunni til að útbúa fræðsluefni fyrir aðstandendur hjartveikra barna.

Ásmundur segir þörf á góðu fræðsluefni, til dæmis fyrir systkini hjartveikra barna þegar heimilislíf fer úr skorðum vegna hjartveiks barns í fjölskyldunni. Einnig vanti betri fræðslu í skólum og fyrir foreldra sem þurfa að fylgja börnum sínum út fyrir landsteinana í aðgerðir. 

Vonast til að ná upp í 60 miljónir

Ásmundur segir pizzuna í ár vera sína uppáhalds til þessa.

Pizzan er með hvítlaukssósu, pepperóní, beikoni, spínati, grænum eplum, hunangi og truffluosti og er eins og áður sköpunarverk Hrefnu Sætran, en Hrefna hefur skapað allar pizzurnar frá því að verkefnið hófst 2013.

Þetta er tíunda árið sem Domino's er með góðgerðarpizzu á boðstólum, en öll sala hefur ávallt runnið til góðgerðarsamtaka. Á síðasta ári rann salan til Einstakra barna og árið á undan voru það Píeta-samtökin og var metsala bæði árin.

Hingað til hefur Domino's safnað 52 milljónum króna með sölu á góðgerðarpizzum og segist Ásmundur vongóður um að talan nái upp í 60 milljónir í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka