Opin samverustund í Digraneskirkju

mbl.is

Aðstandendur Stefáns Arnars Gunnarssonar, sem saknað hefur verið í um þrjár vikur, munu koma saman í Digraneskirkju á morgun, föstudaginn 24. mars, og senda honum hlýja strauma, ljós og birtu.

Síðast spurðist til Stefáns Arnars 2. mars síðastliðinn en lögregla lýsti eftir honum degi síðar. Hlé hef­ur verið á skipulagðri leit síðan 17. mars en engar nýjar vísbendingar hafa komið fram.

Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir björgunarsveitir hafa leitað með drónum um síðustu helgi en að ekki standi til að hefja skipulagða leit lögreglu á ný nema nýjar vísbendingar komi fram um afdrif Stefáns Arnars.

Leitin hefur frá upphafi beinst að Álfta- og Bessastaðanesi og leitað hefur verið bæði í sjó og á landi.

Samverustundin í Digraneskirkju er opin og verður leidd af sr. Alfreð Erni Finnssyni. Hún hefst klukkan 17 og eru allir sem vilja sýna samhug velkomnir.

Stefán Arnar Gunnarsson.
Stefán Arnar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert