Fyrsta hjólið afhent úr hjólasöfnun Barnaheilla

Logi Davíðsson Lamude á nýja hjólinu sínu.
Logi Davíðsson Lamude á nýja hjólinu sínu.

„Árlega úthluta Barnaheill um 300 hjólum til barna og ungmenna sem eiga ekki hjól og geta af öðrum kosti ekki tekið þátt í samfélagi hjólamenningarinnar á jafnt við önnur börn. Eftirspurnin eftir hjólum hefur aukist á milli ára og því mikil þörf fyrir hjólasöfnunina.“ segir Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum.

Hjólasöfnun barnaheilla hófst í dag í móttökustöð Sorpu á Sævarhöfða, en Þorvaldur Daníelsson hjá Hjólakrafti afhenti Loga Davíðssyni Lamude, fjögurra ára, fyrsta hjólið við formlega athöfn. Þorvaldur hvetur aðra til að láta gott af sér leiða og koma hjólum sem ekki eru í notkun í söfnunina til þeirra barna og ungmenna sem þurfa á þeim að halda.

Þorvaldur Daníelsson ásamt Loga Davíðssyni Lamude, fjögurra ára við afhendingu …
Þorvaldur Daníelsson ásamt Loga Davíðssyni Lamude, fjögurra ára við afhendingu hjólsins.

Samkvæmt skýrslu barnaheilla búa 10.000 börn við fátækt á Íslandi, eða um 13.1% barna á landinu.

,,Með því að veita börnum og ungmennum tækifæri á að eignast hjól fá þau tækifæri til að hjóla með öðrum börnum og efla um leið lýðheilsu auk þess sem aukin sjálfbærni er höfð að leiðarljósi,”

Allar endurvinnslustöðvar höfuðborgarsvæðisins taka við hjólum fyrir söfnunina en hún stendur yfir frá 24. mars til 1. maí, en þetta er í tólfta sinn sem hjólasöfnun Barnaheilla er haldin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert