Þyrlusveitin kölluð út að Dalvík

Gæslan sækir manninn. Mynd úr safni.
Gæslan sækir manninn. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út fyrir skömmu vegna vélsleðaslyss vestan við Dalvík.

Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Ekki talinn vera alvarlega slasaður

Vélsleðamaðurinn er ekki talinn vera alvarlega slasaður en staðsetning hans er þess eðlis að nauðsynlegt þykir að sækja hann með þyrlu.

Ekki er ljóst hvort hann verður fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri eða til Reykjavíkur.

Útkallið er það þriðja hjá sveitinni í dag.

mbl.is