Gróðureldar á þremur stöðum í borginni

Lögreglu þykir líklegt að kveikt hafi verið í.
Lögreglu þykir líklegt að kveikt hafi verið í. mbl.is/Ari Páll

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um þrjá gróðurelda í borginni. Slökkt hefur nú verið í þeim.

Að sögn Stefáns Kristinssonar, varðstjóra slökkviliðsins kviknaði meðal annars í smá gróðri milli Háaleitisbrautar og Síðumúla. 

Var áhöfn eins slökkviliðsbíls send af stað til þess að ráða niðurlögum þess elds.

Slökkvilið að störfum seint í kvöld.
Slökkvilið að störfum seint í kvöld. mbl.is/Ari Páll

Allar líkur á íkveikju

Viðstaddur blaðamaður náði tali af lögreglumanni á vettvangi. Taldi hann allar líkur á að um íkveikju væri að ræða. 

„Þegar það kvikna sinueldar með svona tilviljunarkenndum hætti þá er mjög ólíklegt að það sé einhver sjálfkveikja, en við vitum ekkert meira.“

Mynd af vettvangi.
Mynd af vettvangi. mbl.is/Ari Páll
Tilkynnt hefur verið um fleiri gróðurelda.
Tilkynnt hefur verið um fleiri gróðurelda. mbl.is/Ari Páll
Frá gróðureldinum við Skeifuna í kvöld.
Frá gróðureldinum við Skeifuna í kvöld. mbl.is/Ari Páll
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert