Barnshafandi kona flutt með þyrlu frá Neskaupstað

Þyrla Landhelgisgæslunnar í Neskaupstað í kvöld.
Þyrla Landhelgisgæslunnar í Neskaupstað í kvöld. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Barnshafandi kona verður flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Neskaupstað til Egilsstaða í kvöld. Þyrlan lenti fyrir skemmstu í Neskaupstað.

„Þyrlan fór frá Egilsstöðum með lækni, tvo lögreglumenn og tvo frá Rauða krossinum. Hún lenti fyrir um hálftíma þar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Ásgeir segist gera ráð fyrir því að þyrlan verði fyrir austan á Egilsstöðum í nótt og áhöfnin gisti þar.

Gert er ráð fyrir því að áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar gisti …
Gert er ráð fyrir því að áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar gisti á Egilsstöðum í nótt. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert