Stærsti grunnskóli landsins skiptist í tvennt

Hörðuvallaskóli er fjölmennasti grunnskóli landsins, en verður skipt í tvo …
Hörðuvallaskóli er fjölmennasti grunnskóli landsins, en verður skipt í tvo sjálfstæða skóla á næsta ári.

Hörðuvallaskóla í Kópavogi verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta ári. 800 nemendur sækja skólann og er hann stærsti grunnskóli landsins. 

Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ er fjölgun nemenda er ein af forsendum tillögunar, en einnig stækkun og betrumbætur á húsnæði unglingadeildarinnar við Vallakór. Unglingastigið mun vera þar áfram til húsa en það verður sjálfstæður skóli og mun hljóta nýtt nafn.

Grunnskólastigið mun halda nafninu Hörðuvallaskóli, en efnt verður til nafnakeppni meðal nemenda um heiti á nýja skólann.  

„Í fámennari skóla fær hver nemandi sterkari rödd og tækifæri aukast til að efla enn frekar nemendalýðræði. Breytingarnar eru því til þess fallnar að skapa enn betri skólabrag,“ segir í tillögu Menntasviðs Kópavogsbæjar sem tekin hefur verið til umfjöllunar og samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert