Stund á milli stríða í Neskaupstað

Daði Benediktsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis.
Daði Benediktsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú getum við sagt að það sé stund á milli stríða,“ sagði Daði Benediktsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupsstað undir lok gærdags. Veðrið var með skárra móti í gær en dagurinn fór að mestu í að þjónusta íbúa á rýmdu svæðinum. Daði hafði verið á vaktinni meira og minna frá því snjóflóð féll á byggð í Neskaupsstað.

Varðskipið Þór hefur flutt vistir til bæjarins en síðdegis var vegurinn um Fagradal opnaður og síðar var opnað um göngin til Norðfjarðar. Því var landleiðin orðin fær til Neskaupstaðar.

Varðskipið Þór hefur flutt vistir til bæjarins.
Varðskipið Þór hefur flutt vistir til bæjarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þá var rýmingu aflétt fyrir hluta bæjarins í gærkvöldi og fengu því einhverjir að snúa aftur heim. Anna Sigríður Þórðardóttir, hópstjóri viðbragðshóps í sálrænum stuðningi hjá Rauða krossinum, segir að það hafi haft jákvæð áhrif á íbúa að mega snúa aftur. Þá finni fólk fyrir því að yfirvofandi hætta sé minni.

Veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki góð og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði á fimmtudag, sem gildir í sólarhring. Daði segist ekki endilega búast við því að grípa þurfi til frekari rýminga.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert