Malbikað verður fyrir 1.540 milljónir

Ef áætlanir ganga eftir verður byrjað að leggja nýtt slitlag …
Ef áætlanir ganga eftir verður byrjað að leggja nýtt slitlag á götur borgarinnar í næsta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins 2023. Heildarupphæð malbikunarframkvæmda í Reykjavík í ár er áætluð 1.540 milljónir króna.

Malbikun yfirlaga er áætluð 1.200 milljónir og hefðbundnar malbiksviðgerðir áætlaðar um 300 milljónir. Þá er malbikun skilavega samkvæmt samningi við Vegagerðina áætluð um 40 milljónir.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað að þeim ljúki í september 2023. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið samhliða fræsun og yfirlögnum.

Fram kemur í minnisblaði verkfræðistofunnar Eflu, sem lagt var fram í borgarráði, að gatnakerfi Reykjavíkurborgar hafi vaxið töluvert síðustu áratugi. Í dag er það, skráð í svonefnt RoSy- gatnaviðhaldskerfi, rétt tæplega 436 kílómetrar.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert