Leita til ESA vegna leyfa fyrir Hvammsvirkjun

Hvammsvirkjun verður efsta virkjunin í neðri hluta Þjórsár. Á tölvuteikningu …
Hvammsvirkjun verður efsta virkjunin í neðri hluta Þjórsár. Á tölvuteikningu sjást stífla og lón og stöðvarhúsið á austurbakkanum. Tölvugerð mynd/Landsvirkjun

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú til meðferðar erindi sem samtökin Náttúrugrið sendu stofnuninni í byrjun apríl vegna leyfisveitinga Fiskistofu og Orkustofnunar á síðasta ári. „Leyfin, sem eru fyrir Hvammsvirkjun, ganga þvert á lög sem Alþingi setti 2011 til verndar vatnsauðlindinni,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur verið í undirbúningi hjá Landsvirkjun í meira en tvo áratugi og árið 2015 ályktaði Alþingi að hún skyldi fara í nýtingarflokk í rammaáætlun.

Tvær ríkisstofnanir, Fiskistofa og Orkustofnun, gáfu á síðasta ári út leyfi fyrir Hvammsvirkjun.

Náttúrugrið, sem vinna að verndun líffræðilegs og jarðfræðilegs fjölbreytileika, eru á meðal samtaka og einstaklinga sem kærðu í upphafi árs virkjanaleyfi Orkustofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Alls tíu kærumál vegna Hvammsvirkjunar eru nú til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. 

Fölsk merki orkuskipta

Náttúrugrið telja fráleitt að Landsvirkjun, sem á undanförnum misserum hefur selt meira en sem nemur áætluðu afli Hvammsvirkjunar til rafmyntagraftar, sölsi undir sig íslensk vatnsgæði með eyðileggingu náttúru og skerðingu líffræðilegs fjölbreytileika undir fölskum merkjum orkuskipta,“ segir í tilkynningu Náttúrugrið. 

Hvorki stjórnmálin né íslensk stjórnsýsla sýnast á þessari stundu ráða við það verkefni að standa vörð um og vernda vatnið og lífríki þess. Því var kvörtunin send til ESA og óskað eftir að málið sætti rannsókn vegna brota íslenska ríkisins.“

Þá segir að búast sé við að málið verði tekið upp á fundi ESA með íslenskum stjórnvöldum í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert