Auglýsa umsókn um virkjunarleyfi

Landeigendur hafa mótmælt framkvæmdinni.
Landeigendur hafa mótmælt framkvæmdinni. Ljósmynd/Landsvirkjun

Orkustofnun hefur auglýst umsókn Landsvirkjunar um virkjunarleyfi fyrir 95 MW Hvammsvirkjun í Þjórsá í Lögbirtingablaðinu.

Þar er þeim aðilum er málið varðar gefið færi á að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum innan fjögurra vikna frá birtingu auglýsingar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkustofnun.

Auglýsing um Hvammsvirkjun í Þjórsá birtist í Lögbirtingablaðinu 17. maí 2024. Umsagnarfrestur er til 14. júní 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert