Sjálfstæðisflokkurinn hvetur til aðgerða

Í yfirlýsingunni segir að baráttan við riðu hafi tekið mikinn …
Í yfirlýsingunni segir að baráttan við riðu hafi tekið mikinn toll af íslenskri sauðfjárrækt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hvetur til að ráðist verði sem fyrst í arfgerðargreiningu á íslenska sauðfjárstofnunum þar sem leitað verði að verndandi arfgerð, sem hefur fundist og í framhaldinu gerð ræktunarátaks á sauðfé.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingflokknum en málið var rætt á fundi flokksins fyrr í dag. 

Í yfirlýsingunni segir að baráttan við riðu hafi tekið mikinn toll af íslenskri sauðfjárrækt, og sérstaklega af þeim bændum sem standa frammi fyrir niðurskurði af bústofni sínum. 

„Baráttan sem hefur kostað verulega fjármuni, auk þungra búsifja hjá þeim bændum sem verða fyrir niðurskurði,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert