200 þúsund kindur verið felldar vegna riðu síðustu 40 ár

Búið er að fella tæplega 200.00 kindur á Íslandi síðan …
Búið er að fella tæplega 200.00 kindur á Íslandi síðan aðgerðir gegn riðuveiki hófust fyrir rúmlega 40 árum síðan. mbl.is/Árni Torfason

Búið er að fella tæplega 200 þúsund kindur á Íslandi síðan aðgerðir gegn riðuveiki hófust fyrir rúmlega 40 árum síðan. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir Matvælastofnunar segir að nauðsynlegt sé að bændur haldi áfram að hefta útbreiðslu smita eins og hægt er.

Sigurborg segir að aðgerðir gegn riðuveiki hafi borið mikinn árangur, en fyrir þessar aðgerðir hafi riðusmit verið mjög algeng víða um landið.

Eins og fyrr segir þá hefur verið fellt um 200.000 kindur, í um 900 hjörðum.

Nauðsynlegt að glutra ekki niður árangri fyrri kynslóða

„Árangurinn hefur verið alveg gríðarlega mikill. Þetta var landlægt mjög víða um Ísland en núna eru þetta innan við 4 tilfelli á ári og sum árin eru engin tilfelli,“ segir Sigurborg og bætir við að tilfelli riðusmita sé rúmlega 1 á ári á hver þúsund sauðfjárbú, ef miðað er við vegið meðaltal síðustu 15 ára.

Hún segir nauðsynlegt að halda áfram að hefta útbreiðslu riðusmita. Fyrri kynslóðir hafi fórnað miklu í baráttunni við riðu og nauðsynlegt sé að halda áfram að skera niður kindur sem eru næmar fyrir riðunni. Samhliða því þá þurfi að rækta upp stofn sem er ónæmur fyrir riðunni.

„Skilaboð mín til bænda er að kasta ekki fyrir róða þessum fórnum fyrri kynslóða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert