Ína Berglind sigraði Söngvakeppni Samfés

SamFestingurinn er tveggja daga tónlistarhátíð Samfés. Í gær var haldið …
SamFestingurinn er tveggja daga tónlistarhátíð Samfés. Í gær var haldið ball fyrir ungmennin og í dag fór söngvakeppnin fram. Ljósmynd/Aðsend

Ína Berglind Guðmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Nýjung á Egilsstöðum sigraði Söngvakeppni Samfés. Hún sigraði keppnina með laginu Tilgangslausar setningar sem var frumsamið. Keppnin var haldin í Laugardalshöll í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfés.

Í öðru sæti lenti Arnbjörg Hjartardóttir úr félagsmiðstöðinni Boran með lagið Við tvö sem var einnig frumsamið. Í þriðja sæti hafnaði hljómsveitin Slysh frá félagsmiðstöðinni Skjálftaskjól með lagið Home sweet home.

Ína Berglind sigraði keppnina.
Ína Berglind sigraði keppnina. Ljósmynd/Aðsend

Dómnefndina í ár skipuðu Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert