Hætta að selja Tuborg af krana

Bjór.
Bjór. AFP

„Tuborg hefur verið áberandi í skemmtanalífi landsmanna um áratuga skeið, hvort sem um er að ræða Þjóðhátíð, miðbæinn eða aðra viðburði og það er ekkert að breytast. Við erum því að búa okkur undir umtalsverða söluaukningu í gleri í tengslum við þessa áherslubreytingu,“ segir Garðar Svansson, framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni.

Fyrirtækið hætti nýverið að selja hinn vinsæla bjór Tuborg grænan af krana á börum og veitingastöðum. Tuborg grænn er einn af vinsælustu bjórum landsins og því kemur þetta mörgum spánskt fyrir sjónir. Garðar segir að um áherslubreytingu hjá fyrirtækinu sé að ræða. Kranar á veitingastöðum séu takmörkuð auðlind og því ekki óeðlilegt að bjórar komi og fari af þeim vettvangi. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert