Stöðvaður vegna negladekkja

Ökumaður var stöðvaður í dag vegna þess að bifreið hans …
Ökumaður var stöðvaður í dag vegna þess að bifreið hans var búin nagladekkjum. mbl.is/​Hari

Ökumaður var stöðvaður á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna þess að bifreið hans var búin nagladekkjum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekki fylgir hvort téður ökumaður hafi verið sektaður fyrir athæfið. 

Lögum samkvæmt má ekki aka um á bifreiðum búnum nagladekkjum eftir 15. apríl en hefur lögregla ekki sektað ökumenn fyrr en í maí.

Greinilegt er að lögreglan er þó í það minnsta farin að stöðva ökumenn fyrir að aka bifreiðum búnum nagladekkjum, enda kominn 27. maí. 

Sam­kvæmt sekt­ar­reikni lög­regl­unn­ar er sekt­in fyr­ir hvert stakt nagla­dekk nú 20.000 krón­ur. Þar sem lang­flest­ir keyra um á fleiri en einu nagla­dekki er ljóst að sekt­in get­ur því numið allt að 80.000 krón­um.

mbl.is