Íslendingar áfram í öðru sæti á NM í brids

Sigurbjörn Haraldsson, Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen spila í íslenska …
Sigurbjörn Haraldsson, Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen spila í íslenska liðinu í opnum flokki.

Íslenska liðið í opnum flokki á Norðurlandamótinu í brids er áfram í 2. sæti eftir sex umferðir af tíu. Í kvennaflokki er Ísland í 4. sæti. Mótinu lýkur í dag. 

Sex lið taka þátt í hvorum flokki og er spiluð tvöföld umferð. Ísland og Noregur eru í nokkrum sérflokki í opna flokknum það sem af er, norska liðið er með 83,06 stig og það íslenska með 77,78 stig.  Danir eru með 64,1 stig, Svíar 61,69, Finnar 48,06 og Færeyingar 25,4 stig.

Í kvennaflokki er íslenska liðið í 4. sæti eftir fyrstu sex umferðirnar en það vann meðal annars B-lið Svíþjóðar tvívegis í dag, Þar er sænska A-liðið með góða forustu, 93,76 stig. Danir hafa 79,46 stig, Finnar 70,4 stig, Íslendingar 57,69, Norðmenn 33,73 stig og B-lið Svía 25,98.

Síðustu fjórir leikirnir verða spilaðir í dag. Í opnum flokki á Ísland eftir að spila við Danmörku, Svíþjóð, Noreg og Færeyjar. Kvennaliðið keppir við A-lið Svía, Norðmenn, Dani og Finna.

Í íslenska liðinu í opna flokknum spila Birkir Jón Jónsson, Matthías Þorvaldsson, Bjarni Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson.

Í kvennaliðinu spila Anna Heiður Baldursdóttir, Inda Hrönn Björnsdóttir, Arngunnur Jónsdóttir, Alda Guðnadóttir og Anna Ívarsdóttir. 

mbl.is