Þúsundir korta á myrka vefnum

Á hinum svokallaða hulduvef kennir ýmissa grasa. Þar fundust nýverið …
Á hinum svokallaða hulduvef kennir ýmissa grasa. Þar fundust nýverið stolnar upplýsingar um 1.038 íslensk greiðslukort. Ljósmynd/Colourbox

Stolnar upplýsingar um að minnsta kosti 1.038 íslensk greiðslukort ganga kaupum og sölum á myrkasta kima netsins, hinum svokallaða „Dark Web“ eða hulduvef.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt norræna fyrirtækisins NordVPN, sem býður upp á VPN-tengingar. Theódór Ragnar Gíslason, tæknistjóri upplýsingaöryggisfyrirtækisins Syndis, segir brýnt að auka samfélagsvitund um rafrænt greiðsluöryggi.

Úttekt NordVPN nær til sex milljóna greiðslukorta sem fundust á átta ólíkum markaðssvæðum á myrka vefnum. Mörg þúsund þessara korta tilheyra Norðurlandabúum. Upplýsingar um 1.038 íslensk greiðslukort fundust í úttektinni og áttu Íslendingar minnsta hlutfallið af Norðurlandaþjóðunum. Upplýsingum um 12.468 kort hafði verið stolið af Dönum, 12.055 kort frá Norðmönnum, 8.000 frá Svíum og 2.000 frá Finnum. Þetta eru nokkuð háar tölur, að mati NordVPN.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert