Snýst um að fjölga og auka aðgengi

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það mikilvægast að fjölga og auka aðgengi að skaðaminnkandi úrræðum til þess að stemma stigu við ópíóðafaraldrinum sem nú geisar um Ísland. 

Willum segist nýverið hafa farið með tillögu fyrir ríkisstjórn sem kallaði á fjölbreyttar aðgerðir sem snúa að misnotkun ópíóða. Í kjölfarið hafi tillagan farið í ráðherranefnd um samræmingu mála, en málefnið snertir fjölmörg önnur ráðuneyti. Willum segir tillöguna aðallega felast í því að auka aðgengi að skaðaminnkandi úrræðum. 

Willum segir að á meðal þeirra aðgerða sem séu í skoðun sé lausasala á nefúðanum naloxone, sem er mótefni við of stórum skammti ópíóíða.   

mbl.is