Sjómannadagurinn hátíðlegur á Fáskrúðsfirði

Blómsveigur lagður við minningarsteininn.
Blómsveigur lagður við minningarsteininn. Ljósmynd/Albert Kemp

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega á Fáskrúðsfirði í dag, segir Albert Kemp, fréttaritari mbl.is á Austurlandi, í samtali við blaðamann mbl.is.

Farið var í siglingu í gær með skipunum Hoffelli SU 80 og Ljósafelli SU 70, sem eru skip Loðnuvinnslunnar en Ljósfell varð 50 ára í lok síðasta mánaðar.

Margir gestir voru um borð sem nutu góða veðursins, segir Albert en gott veður hefur verið um skeið á Fáskrúðsfirði. Síðan var siglt á nýju björgunarskipi sem björgunarsveitin Geisli hefur eignast. 

Í dag var sjómannamessa í Fáskrúðskirkju þar sem sóknarpresturinn, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, messaði. Var þar minnst sjómanna sem farist hafa á sjó. Að messunni liðinni lögðu ungir sjómenn blómsveig við minningarstein við kirkjuna. 

Var kaffisala svo í boði slysavarnardeildar Hafdísar á Fáskrúðsfirði. 

mbl.is