Tilkynnt um mann sem ætlaði að stinga gesti ölhúss

Lögreglan sinnti útköllum í morgun.
Lögreglan sinnti útköllum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynnt um mann sem ætlaði að stinga gesti á ölhúsi í morgun. 

„Þegar lögregla handtók manninn reyndist hann ekki vera með eggvopn á sér. Laus úr haldi lögreglu eftir skýrslutöku vegna meintra hótana,“ segir í dagbók lögreglu.

Þjófnaður á hóteli

Þá barst lögreglu einnig tilkynning um þjófnað á verðmætum á hóteli í morgun. Í dagbók lögreglu kemur fram að ekki sé vitað hvað hafi verið tekið.

Jafnframt var tilkynnt til lögreglu um barn sem sat í fangi aðila í framsæti bifreiðar. Lögregla fór á stúfana en fann umrædda bifreið ekki.

mbl.is