Hilmar tekur við Hlégarði

Söngkonan Diddú og Hilmar Gunnarsson, verkefnisstjóri með meiru.
Söngkonan Diddú og Hilmar Gunnarsson, verkefnisstjóri með meiru. Ljósmynd/Mosfellsbær

Hilmar Gunnarsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Hlégarðs, miðstöðvar lista- og menningarlífs í Mosfellsbæ, til næstu tveggja ára. Frá þessu er greint á vef Mosfellsbæjar.

Þar kemur fram að menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd bæjarins hafi lagt til við bæj­ar­ráð að Mos­fells­bær tæki al­far­ið yfir starf­semi Hlé­garðs frá og með 1. maí 2023. Hilmar hóf störf 1. maí. Hann er öllum hnútum kunnugur í bænum enda hefur hann ritstýrt bæjarblaðinu Mosfellingi um árabil og verið í lykilhlutverki í ýmiss konar menningarstarfsemi og uppákomum.

„Hlut­verk verk­efna­stjóra Hlé­garðs er að halda utan um og þróa við­burði og starf­semi í Hlé­garði í sam­vinnu við menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd. Hann hef­ur einnig um­sjón með bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima, há­tíð­ar­höld­um vegna 17. júní og öðr­um við­burð­um á veg­um Mos­fells­bæj­ar.

Eitt áherslu­at­riða í menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar er að Hlé­garð­ur sé mið­stöð lista- og menn­ing­ar­lífs í Mos­fells­bæ. Til­gang­ur breyt­inga á rekstar­fyr­ir­komu­lagi Hlé­garðs er að efla menn­ing­ar­starf­semi í Mos­fells­bæ með því að bjóða starf­andi lista­fólki, ein­stak­ling­um, fé­laga­sam­tök­um og öðr­um hag­að­il­um rými til sköp­un­ar, sam­veru og við­burða­halds,“ segir á vef Mosfellsbæjar.

mbl.is