Zúista-bræðurnir „klókir að finna pening“

Bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson stofnuðu trúfélagið Zuism …
Bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson stofnuðu trúfélagið Zuism um árið 2015. Nýjasti þáttur Sannra íslenskra sakamála fjallar um trúfélagið. Samsett mynd

„Þetta er aðallega þáttur um hugmyndaríka bræður sem taka upp á ýmsum verkefnum sem þeir telja ábatasöm en virðist ekki vera mikið á bak við,“ segir Sigursteinn Másson um nýjasta þátt Sannra íslenskra sakamála, sem fjallar um zúista-bræðurna, Einar og Ágúst Arnar Ágústssyni. „Þeir eru klókir að finna pening. Það er ekki spurning.“

Í nýjasta þætti Sannra íslenskra sakamála kafar Sigursteinn djúpt í sögu trúfélagsins Zuism. Nú stendur málsmeðferð yfir vegna meintra fjársvika. Mesta áherslan í þættinum er á trúfélagið en sú saga hefst þegar bræðurnir stofna félagið Zuism árið 2015. 

Nýjasti þátturinn er aðgengilegur á Storytel en lesa má meira um þáttinn í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: