Skiptar skoðanir um Búrfellslund

Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra fer ekki fram á að fresta …
Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra fer ekki fram á að fresta landnotkun líkt og nágrannar þeirra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarstjórn Rangárþings ytra ætlar ekki að fara fram á það við Skipulagsstofnun að fresta því að taka ákvörðun um landnotkun fyrir Búrfellslund, samkvæmt verndar- og orkunýtingaráætlun, rammaáætlun, í allt að tíu ár, líkt og nágrannar þeirra í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa gert.

Þetta staðfesta Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Á-listans í Rangárþingi ytra, og Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri í samtali við Morgunblaðið. Í gær greindi Morgunblaðið frá því að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefði ákveðið að fara fram á frestun við Skipulagsstofnun.

Fjögur ár nægur tími

Síðasta sumar var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk fyrir vindorkuvirkjanir í rammaáætlun. Í framhaldi sótti Landsvirkjun um virkjanaleyfi til Orkustofnunar. Samkvæmt kynningarmyndbandi á heimasíðu Landsvirkjunar er áætlað að vindorkuver rísi vestan Þjórsár, sem er í Rangárþingi ytra. Aftur á móti eru tvö tengivirki í nágrenni áætlaðs framkvæmdasvæðis, við Sultartanga og Búrfell, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun er rammaáætlun bindandi við gerð skipulagsáætlana. Þá skulu sveitarstjórnir samræma gildandi svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlanir rammaáætluninni innan fjögurra ára frá samþykkt hennar.

Jón segir Rangárþing ytra telja þennan fjögurra ára frest duga til að komast að niðurstöðu og hefur sveitarstjórn frestað því að taka fyrir breytingar á aðalskipulagi. „Við viljum meina að það sé nægilegt til að komast að niðurstöðu í þessu.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert