Virkjun mikið inngrip í einstaka náttúruperlu

Væntanleg stífla í Þjórsá verður skammt fyrir ofan Viðey, sem …
Væntanleg stífla í Þjórsá verður skammt fyrir ofan Viðey, sem blasir við vegafarendum á hægri hönd þegar ekið er inn í Þjórsárdal. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarstjórnir Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra fjalla í dag um og væntanlega afgreiða, hvor í sínu lagi, framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá.

Virkjunin er fullhönnuð og en leyfi þarf svo hefjast megi handa. Áætlað afl virkjunar er 95 MW, fallhæð að túrbínum verður 32 m og nærri bænum Haga við mynni í Þjórsárdal verður fjögurra ferkílómetra stórt uppistöðulón myndað af 18 m hárri stíflu.

Væntanleg stífla í Þjórsá verður skammt fyrir ofan Viðey, sem blasir við vegafarendum á hægri hönd þegar ekið er inn í Þjórsárdal. Straumþungt fljótið veitir eynni náttúrulega vernd og gerir lífríki þar einstakt; gróskumikill birkiskógurinn er lítt snortinn af ágangi manna og búfjár. Með stíflu verður eyjan á þurru í farvegi Þjórsár en hana á að verja með girðingum.

Ekki ósvipað Surtsey

„Þetta er ömurleg staða sem komin er upp og margir eru miður sín yfir virkjunarmálum hér í sveit. Viðey verður lítt varin þrátt fyrir girðingu. Þessi náttúruperla hefur vísindalegt gildi, vegna þess að lífríkið þar hefur þróast á eigin forsendum. Þetta er ekki ósvipað Surtey,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir líffræðingur í Eystra-Geldingaholti, sem hefur lengi barist gegn Hvammsvirkjun.

„Bygging Hvammsvirkjunar, þar með talið breytingar nærri Viðey, er mikið inngrip,“ segir Haraldur Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps. „Þó getur þetta skapað tækifæri, samanber að með breytingum á rennsli Jöklu vegna virkjunar við Kárahnjúkavirkjunar uppgötvaðist Stuðlagil sem þykir einstakt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert