Ekki allir sem hlýða tilmælum lögreglu

Ekki eru allir sem hlýða tilmælum lögreglu.
Ekki eru allir sem hlýða tilmælum lögreglu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á Suðurnesjum telur að um tvö til þrjú þúsund manns hafi lagt leið sína að gosstöðvunum við Litla-Hrút í gær. Ekki farið þó allir að tilmælum lögreglu og halda sig utan hættusvæðis. 

Í tilkynningu biðlar lögreglan til fólks að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og björgunarsveita og fara ekki inn á merkt hættusvæði. 

Í gærkvöldi og nótt sem leið er áætlað að um 200 til 300 manns hafi verið við gosstöðvarnar á hverjum tíma. Um 550 bifreiðar voru á bílastæðinu við Skála við Mælifell á miðnætti. 

Hættulegt svæði

Lögreglan brýnir fyrir þeim sem leggja leið sína að gosstöðvunum að svæðið sé hættulegt og að aðstæður geti breyst skyndilega.

Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.

Leiðin sem liggur að gosstöðvunum er kölluð Meradalaleið og er sú leið um 20 kílómetrar fram og til baka. 

Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka tekur um 3 til 4 klukkustundir fyrir vanan göngumann.

Hér má sjá kort af Meradalaleið.
Hér má sjá kort af Meradalaleið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert