Gígurinn hækkar um þrjá metra á dag

Sett var upp háupplausnar myndavél til þess að fá betri …
Sett var upp háupplausnar myndavél til þess að fá betri upplýsingar um hvernig gasið losnar frá kvikunni í gígnum. Ljósmynd/Rannsóknarstofa í eldfjallafræðum og náttúruvá

Gosgígurinn hefur hækkað um þrjá metra á dag frá því að eldgosið hófst, en gígurinn mældist 22 metra hár í gær. Þessu er greint frá í færslu á Facebook-síðu Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands. 

Fulltrúar rannsóknarstofunnar, sem voru á gossvæðinu í gær, settu einnig upp háupplausnar myndavél til þess að fá betri upplýsingar um hvernig gasið losnar frá kvikunni í gígnum. Þá voru jafnframt tekin sýni við gíginn. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig við slökkvistörf á svæðinu og segir í færslu rannsóknarstofunnar að árangur þess hafi verið til fyrirmyndar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert