Þjóðhátíðargestur sló til fíkniefnaleitarhunds

Stafalogn var þegar kveikt var í brennunni við Fjósaklett.
Stafalogn var þegar kveikt var í brennunni við Fjósaklett. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og voru flest verkefni tengd ölvun, en fimm gistu  í fangageymslum sökum ölvunar. 

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar í Vestamannaeyjum. 

Alls komu upp fimmtán fíkniefnamál í gærkvöldi. Aðeins einn er þó grunaður um sölu. 

Þá var einstaklingur handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds, en sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. 

Ein líkamsárás hefur verið tilkynnt til lögreglu það sem af er. 

Sjaldan fleiri mættir á föstudegi

Veðrið hefur leikið við gesti og var blíðviðri á setningunni um miðjan dag í gær.

Þegar kveikt var í brennunni á fjósakletta í nótt var stafalogn. Lögregla metur það svo að sjaldan hafi fleiri verið mættir á föstudegi á þjóðhátíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert