„Mamma heimtar að ég fari í ADHD-greiningu“

Ágúst hefur ekki heyrt frá lögreglu enn þá.
Ágúst hefur ekki heyrt frá lögreglu enn þá. Samsett mynd

„Það er ekkert að frétta. Það eina sem er búið að breytast fyrir mig núna er að mamma mín heimtar að ég fari í ADHD-greiningu. Annars er ég mjög góður,“ segir Ágúst Halldórsson, Eyjamaður sem sigldi á kajak til Surtseyjar.

Formleg kæra hefur borist lögreglunni í Vestmannaeyjum vegna málsins og verður Ágúst yfirheyrður á næstunni. 

Ekki verið tekin skýrsla af Ágústi

Aðspurður segir Ágúst lögreglu ekki hafa tekið af sér skýrslu enn þá. Eina sem hafi breyst eftir verslunarmannahelgi sé krafa móður hans um að senda hann í ADHD-greiningu en K100 ræddi við Ágúst á miðvikudaginn var. Hann segist ekki hafa neitt við það að bæta í bili.

Sjóferð Ágústs gæti haft eftirmála þar sem Umhverfisstofnun telur hana brjóta gegn 90. gr. laga um náttúruvernd, sem felur í sér refsiábyrgð vegna leyfisskyldra athafna.

Auglýsing um friðlýsingu Surtseyjar er óvenju ströng þar sem kapp er lagt á að halda lífríki eyjarinnar ósnortnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert