Vilja bjóða sorphirðu út í borginni

Margir virðast hafa gripið til þeirra ráða að skilja ruslið …
Margir virðast hafa gripið til þeirra ráða að skilja ruslið eftir á víðavangi þegar ruslatunnurnar eru yfirfullar. mbl.is/Óttar

Sjálfstæðismenn lögðu til á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag að sorphirða í borginni verði boðin út. 

„Lagt er til að kannað verði hvort hægt sé að ná hagkvæmni í rekstri sorphirðu í borginni með því að bjóða framkvæmd hennar út. Miðað skuli við að breytingin yrði gerð í áföngum, að byrjað væri í völdum hverfum, og reynslan metin áður en lengra yrði haldið. Með könnuninni mætti áætla sparnað og í framhaldinu kanna hvort draga mætti úr gjaldtöku í málaflokknum og/eða draga úr umhverfisáhrifum sorphirðu í borginni,“ segir í tillögunni. 

Þá segir að að nágrannasveitarfélög hafi boðið út rekstur sorphirðu ólíkt Reykjavíkurborg. 

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins telur rétt að bjóða út sorphirðu …
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins telur rétt að bjóða út sorphirðu í borginni. Ljósmynd/Dagmál

„Reynsla nágrannasveitarfélaga af rekstrarútboði hefur verið góð, þar eru gjaldskrár lægri og þjónustan betri. Það eru hreinlega ekki nokkur rök sem styðja þá útfærslu að borgin reki eigin sorphirðu með 66 starfsmönnum. Síðustu vikur hafa sýnt mjög glöggt hvernig einkaaðilum gengur betur að leysa þetta verkefni en hinu opinbera. Við lögðum því tillöguna aftur fram í dag, en hún hefur ekki fengið afgreiðslu“, er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert