Tjáir sig ekki um samráð Samskipa

Samkeppnismál eru á borði ráðherrans en Samkeppniseftirlitið sakar Samskip um …
Samkeppnismál eru á borði ráðherrans en Samkeppniseftirlitið sakar Samskip um að hafa átt ólögmætt samráð við Eimskip yfir langt tímabil. Samsett mynd

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og viðskiptaráðherra mun ekki tjá sig um samráð flutningafyrirtækjanna Samskipa og Eimskips, sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar um árabil. Málið er á borði áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

„Meðan málið er í ferli hjá áfrýjunarnefndinni mun ég ekki tjá mig um málið,“ segir Lilja í samtali við mbl.is. Samkeppnismál eru á borði ráðherrans en Samkeppniseftirlitið sakar Samskip um að hafa átt ólögmætt samráð við Eimskip yfir langt tímabil.

Gæti gert sig vanhæfa

Ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins er hægt að áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem heyrir óbeint undir ráðuneyti Lilju en ráðherrann gæti gert sig vanhæfan til að fjalla um málið tjái hún sig á þessu stigi. Nefndarmenn áfrýjunarnefndar eru skipaðir af ráðherra samkvæmt ákvæðum samkeppnislaga.

Sam­an­lagðar stjórn­vald­sekt­ir vegna brota Samkipa sem nema 4,2 millj­örðum króna. Flutningafyrirtækið vísa niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins á bug og segir rangt að vinatengsl séu milli fyrrverandi forstjóra Eimskips og Samskipa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert