Segja rangfærslur í ákvörðun SKE

„Samskip telja rétt að bregðast við rangfærslum sem teknar hafa …
„Samskip telja rétt að bregðast við rangfærslum sem teknar hafa verið upp úr ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um ætlað samráð félagsins og Eimskips.“ Ljósmynd/Samskip

Flutningafyrirtækið Samskip segir rangt að vinatengsl séu milli fyrrverandi forstjóra Eimskips og Samskipa. Þá segir fyrirtækið einnig rangt að það hafi reynt að afvegaleiða rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SKE)

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samskip sendu fjölmiðlum í dag.

Var ekki vel til vina

Varðandi meint vinatengsl forstjóranna segir í tilkynningunni: 

„Fullyrt er að þeir hafi verið í „vinahópi“ sem hafi m.a. spilað golf, farið í veiðiferðir og ferðir til útlanda. Þarna er hins vegar um að ræða samkomur er til eru komnar vegna viðburða á vegum fyrirtækisins N1 og hópurinn samanstóð af fjölda forstjóra hinna ýmsu fyrirtækja, m.a. flugfélags, fasteignafélags, olíufélags og fl.

Hið rétta er að þessum fyrrverandi forstjórum var ekki vel til vina og þeir tilheyrðu ekki sameiginlegum vinahópi. Þá áttu þeir aldrei í neinum ólögmætum samskiptum enda ekki nokkurt skjal í málinu, sem telja í tugum þúsunda, sem bendir til þess,“ og er framsetningu Samkeppniseftirlitsins lýst sem einstaklega villandi og ómaklegri.

Útilokað að verða við öllum kröfum

Varðandi fullyrðingu Samkeppniseftirlitsins um að Samskip hafi reynt að afvegaleiða rannsókn þeirra með rangri eða villandi upplýsingagjöf segir í tilkynningunni að starfsmenn Samskipa hafi gert allt í sínu valdi til að liðsinna stofnunina og verða við endurteknum og ítarlegum upplýsingabeiðnum. 

Hins vegar telji Samskip að ekkert fyrirtæki hefði geta orðið við kröfum stofnunninnar að öllu leyti „svo sem um að taka saman öll „samskipti, formleg eða óformleg, óformlegar viðræður, símtöl, tölvupóstsamskipti, samskipti í gegnum samfélagsmiðla.“

„Ætti hverjum þeim sem komið hefur nærri fyrirtækjarekstri að vera ljóst að útilokað er að verða að öllu leyti við þessum kröfum“

Villandi að segja að félögin hafi hækkað flutningagjöld

„Fullyrðingar um að Samskip hafi dregið úr þjónustu til að halda uppi verði til einstakra viðskiptavina á tímum efnahagshamfara í heiminum í aðdraganda fjármálahrunsins eru líka með ólíkindum. Fyrirtækið var nauðbeygt til að bregðast við þegar innflutningur hrundi og niðurskurður framboðs sambærilegur og hjá flugfélögum á þeim tíma,“ segir í tilkynningunni.

Segja Samskip það einstaklega villandi að halda því fram að félögin hafi hækkað flutningsgjöldin. Sjóflutningsgjöld séu langoftast í evrum og lækkuðu í evrum á rannsóknartímabilinu. Þau hafi hins vegar hækkað í krónum vegna falls krónunnar við efnahagshrunið haustið 2008. 

Lykilgagn mistúlkað til falla að kenningum stofnunarinnar

Þá segir einnig í tilkynningunni að eitt af lykilgögnum í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sé ekki á rökum reist.

Um er að ræða glærukynningu sem fannst við innanhúsleit hjá Eimskip titluð „Nýtt upphaf“. Þar voru reifaðar ýmsar hugmyndir, þar á meðal mögulegt samstarf við Samskip. Telur Samkeppniseftirlitið að efni kynningarinnar hafi verið rætt á fundi æðstu stjórnenda Samskipa í júní 2008.

Samskip þvertaka hins vegar fyrir að hafa séð plaggið fyrr en Samkeppniseftirlitið afhenti þeim það árið 2018 og hafi efni þess því ekki getað komið upp á fundi árið 2008. 

„Stofnunin hikar hins vegar ekki við að setja fram fullkomlega rangar fullyrðingar um fundarefnið sem betur falla að kenningum stofnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK