Eimskip móttekið kröfubréf Samskipa

Lögmenn Samskipa sendu forstjóra Eimskips kröfubréf þar sem bóta er …
Lögmenn Samskipa sendu forstjóra Eimskips kröfubréf þar sem bóta er krafist vegna sáttar sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið og lýsti þar yfir að félögin hefðu átt í ólöglegu samráði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eimskip hefur móttekið kröfubréf frá samkeppnisaðila sínum Samskipum. Þetta staðfestir Edda Rut Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Eimskips, fyrir hönd félagsins.

Segist hún lítið geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að bréfið hafi borist félaginu og verið sé að skoða það.

Krefjast bóta

Lögmenn Samskipa sendu Vilhelm Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips, kröfubréf þar sem bóta er krafist vegna sáttar sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið og lýsti þar yfir að félögin hefðu átt í ólöglegu samráði.

Ekki tókst að ná tali af Vilhelm við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert