Endurskoðun á sáttmálanum liggi fyrir í nóvember

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Endurskoðun á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ætti að liggja fyrir í næsta mánuði. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að ekki ætti að hætta við Borgarlínuna en að hann sé sammála því að umfang sáttmálans hafi verið of mikið fyrir þá tímalínu sem sett var.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi um samgöngusáttmálann fyrir tæpum tveimur vikum að honum hugnaðist að búta niður framkvæmdatímabil sáttmálans úr 15 árum í tíu þriggja ára tímabil. Sigurður er ósammála.

„Ég held að ein besta lausnin sem við erum með séu svona langtímaplön. Sem dæmi má nefna Masterplan Isavia. Ef það hefði verið bútað niður í þriggja ára áætlanir myndi ekkert gerast þar. Ef Landspítalinn væri byggður í þriggja ára áætlunum myndi ekkert gerast. Það besta sem við höfum gert er að horfa til langs tíma,“ segir Sigurður en bætir því við að umfangið hafi verið of mikið fyrir næstu tíu ár.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert