Neytendum verði gert auðveldara að sækja bætur

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Lilja Alfreðsdóttir, efnahags og viðskiptaráðherra, segir að ráðuneytið hyggist beita sér fyrir því að breyta samkeppnislögum á þann veg að neytendum og eftir atvikum fyrirtækjum verði auðveldara að sækja bætur vegna samkeppnislagabrota. 

Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar um framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum.

Kom þetta fram í svari hennar við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, fulltrúa Samfylkingar í nefndinni. Nefndi hún að neytendur á Íslandi hefðu veikari stöðu til að sækja skaðabætur en annars staðar innan EES og spurði hvort breytinga væri að vænta. 

Eins og fram hefur komið hafa nokkur fyrirtæki sem nefnd voru í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um samráð Eimskip og Samskip tilkynnt um að þau skoði réttarstöðu sína. 

Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingu er fulltrúi flokksins í nefndinni.
Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingu er fulltrúi flokksins í nefndinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert