Af hverju núna Teflon-Bjarni?

Hvað verður til þess að Bjarni Benediktsson segir af sér núna sem fjármála- og efnahagsráðherra eftir að hafa staðið af sér mörg pólitísk slagviðri. Þessu reyndu Sigríður Andersen og Björn Ingi Hrafnsson að svara í Dagmálum en þau eru sammála um að VG hafi haft þar mikið að segja. Í myndskeiðinu fara þau yfir mögulega atburðarás undanfarinna daga.

Sig­ríður sem er fyrrverandi ráðherra og Björn Ingi rit­stjóri Vilj­ans ræða um af­sögnina, hvernig mögu­leg stóla­skipti meðal ráðherra geta orðið og fleira sem snýr að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu í þættinum. Einnig er rætt um álit umboðsmanns Alþing­is og mögulegt fordæmisgildi ásamt því hvort átök­in fyr­ir botni Miðjara­hafs geti haft áhrif á sam­starf rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

Dagmál eru aðgengileg fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í heild sinni bæði í mynd og sem hlaðvarp en einnig er hægt að kaupa stafrænan vikupassa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert