Beint: Kvennaverkfallið

Kvennaverkfall hófst á miðnætti og mun ná hámarki klukkan 14 þegar halda á baráttufund við Arnarhól í Reykjavík. Boðað var til verkfallsins nú þegar 48 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, en þetta er í sjötta skiptið sem konur leggja niður störf að hluta eða öllu leyti á þessum degi.

Aðstandendur verkfallsins segjast vilja varpa ljósi á að konur verði enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og kynbundnu ofbeldi sem verði að útrýma. Ekki eigi að bíða lengur eftir aðgerðum og eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf.

Dagskrá er áformuð víða um land og mun mbl.is fylgjast vel með öllu því helsta sem fram fer í dag, bæði í flæðinu hér að neðan og í stökum fréttum.

Við hvetjum lesendur til að senda ábendingar um efni eða myndir frá deginum á fréttadeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert