Heimagistingin er aftur í örum vexti

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center Hótela og formaður FHG – Fyrirtækja …
Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center Hótela og formaður FHG – Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir umfang heimagistingar hafa náð fyrri hæðum. mbl.is/Sigurður Bogi

Framboð á herbergjum í heimagistingu er aftur orðið umtalsvert meira en framboð herbergja á hótelum.

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center Hótela og formaður FHG – Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir umfang heimagistingar hafa náð fyrri hæðum.

Jafnframt bendir hann á að framboð hótelherbergja hafi aukist hraðar og fyrr eftir farsóttina en framboð herbergja í heimagistingu.

Skýringin sé ekki síst sú að íbúðirnar hafi verið leigðar út til heimamanna í farsóttinni en síðan hafi tekið tíma að koma þeim aftur í skammtímaleigu á ný.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert