Samkomulag við NASA

AFP/Jose Romero

Ísland hefur fengið aðild að Artemis-samkomulagi bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Það varðar áætlanir NASA um tunglferðir og geimrannsóknir.

„Ég hef skrifað undir samning um þátttöku Íslands í Artemis-samkomulaginu. Við erum þrítugasta ríkið til að undirrita samkomulagið, sem er við Geimferðastofnun Bandaríkjanna.

Þetta er hluti af tvíhliða milliríkjasamningum á milli Bandaríkjanna og annara þátttökuríkja um meðal annars að deila sín á milli rannsóknaniðurstöðum á sviði geimrannsókna,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Mikil lyftistöng

Hún segir að vísindafólk á vegum NASA hafi í nokkur skipti sótt Ísland heim, m.a. vegna vísindarannsókna.

„Það er mikil lyftistöng að tengjast NASA með þessum hætti og við töldum að það væri rétt fyrsta skref þegar kemur að eflingu þessara mála hérlendis að tengja okkur þangað.

Ísland verður þátttakandi í að móta alþjóðlega umgjörð um geiminn með Bandaríkjunum og öðrum þeim löndum sem eru aðilar að þessu samkomulagi,“ segir Áslaug Arna.

Hún telur að í þátttöku Íslands felist fjölmörg tækifæri, hvort sem litið er til nýsköpunar og allra þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum eða rannsókna á sviði háskólastarfsemi svo sem í jarðfræði, verkfræði, upplýsingatækni, efnafræði og fleiri greinum.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert