Lent í Kyrrahafinu eftir ferð í kringum tunglið

Geimfarið Orion við lendingu í Kyrrahafinu í dag.
Geimfarið Orion við lendingu í Kyrrahafinu í dag. AFP/Skjáskot NASA TV

Geimfarið Orion lenti heilu og höldnu í Kyrrahafinu í dag eftir meira en 25 daga ferðalag í kringum tunglið. Þar með lauk leiðangri geimferðaáætlunarinnar Artemis 1, sem miðast að því að koma fólki til tunglins og síðar til Mars.

Eftir að hafa farið í gegnum lofthjúp jarðar á 40.000 kílómetra hraða á klukkustund sveif óskrúfað hylki niður til sjávar með hjálp þriggja stórra, rauðra og hvítra fallhlífa eins og sést á sjónvarpsmyndum NASA.

Eftir nokkurra klukkustunda prófanir nær skip bandaríska sjóhersins geimfarinu sem er í hafsvæðinu undan ströndum Baja California í Mexíkó.

Orion þurfti að geta þolað 2.800 gráða hita, sem er um helmingi lægra hitastig en á yfirborði sólarinnar, þegar það kom inn í lofthjúp jarðar.

AFP/Skjáskot NASA TV

Undirbúa mannaðar ferðir

Meginmarkmið þessa leiðangurs var að prófa hitaskjöld Orions til að undirbúa þann dag þegar geimfarið verður mannað fólki.

Mikilvægt var að geimferðaáætlun Artemis 1 yrði árangursrík fyrir NASA sem hefur fjárfest fyrir milljarða bandaríkjadala í verkefninu, meðal annars til að flytja fólk til tunglins og undirbúa ferð til Mars þegar lengra er litið til framtíðar.

Fyrsta prófunin á Orion var gerð árið 2014 en þá var farinu skotið á braut um jörðina og kom síðan aftur út í gufuhvolfið á um 20.000 mílna hraða á klukkustund.

Þyrlur, kafarar og bátar

Herskipið USS Portland var í viðbragðsstöðu í Kyrrahafinu til að ná farinu þegar það lenti og þar voru líka þyrlur og uppblásanlegir bátar. Orion-geimfarið féll niður á 20 kílómetra hraða (30 kílómetra) á klukkustund þegar það lenti loks á yfirborði Kyrrahafsins.

NASA lét Orion fljóta í tvær klukkustundir áður en náð var í geimfarið og sá tími væri lengri ef geimfarar væru innanborðs. Tilgangurinn er sá að safna gögnum.

„Við sjáum hvernig hitinn lekur aftur inn í einingu áhafnarinnar og hvaða áhrif það hefur á hitastigið inni í henni,“ sagði Jim Geffre, samþættingarstjóri Orion-geimfara NASA, í síðustu viku.

Hér sést Orion rétt áður en það snertir hafflöt Kyrrahafsins …
Hér sést Orion rétt áður en það snertir hafflöt Kyrrahafsins í dag. AFP/Skjáskot NASA TV

Síðan eru tengdar snúrur sem hífa geimfarið upp á skipið. Það er hannað með það í huga að hægt sé að hafa geimfarið á palli aftan á skipinu. Búist er við að það taki 4-6 klukkustundir að ná geimfarinu á skipið. Þá mun skipið sigla til San Diego í Kaliforníu þar sem geimfarið verður losað nokkrum dögum síðar.

Geimfarið Orion hefur ferðast rúmlega 2,2 milljónir km frá því það fór á loft 16. nóvember.  Þegar geimfarið var sem næst tunglinu var það innan við 130 kílómetra frá yfirborði tunglsins. Orion setti met í þessari ferð, en aldrei áður hefur geimfar sem borið getur menn farið lengra frá jörðinni, eða 432.000 kílómetra vegalengd.

mbl.is