Leiðangur til tunglsins fram úr björtustu vonum

Orion á leið út í geiminn fyrr í vikunni.
Orion á leið út í geiminn fyrr í vikunni. AFP/RED HUBER/Getty

Geimfarið Orion, sem tók á loft á leið sinni til tunglsins fyrir þremur dögum, hefur farið fram úr björtustu vonum, að sögn starfsmanna bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA.

Orion er ætlað að flytja geimfara til tunglsins á komandi árum í fyrsta sinn síðan Apollo-leiðangurinn fór þangað árið 1972.

Engin áhöfn er í þessu fyrsta reynsluflugi og er ætlunin með förinni að tryggja að geimfarið sé öruggt fyrir komandi verkefni.

„Í dag hittumst við til að fara yfir það hvernig geimfarið Orion hefur staðið sig....það er að fara fram úr björtustu vonum,“ sagði Mike Sarafin, yfirmaður leiðangursins Artemis 1, í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert