Artemis-flauginni skotið á loft í morgun

Frá eldflaugaskotinu í morgun.
Frá eldflaugaskotinu í morgun. AFP/Red Huber

Flaug bandarísku geimferðastofnuninnar NASA var skotið á loft í morgun rétt fyrir klukkan sjö, og markar það upphaf Artemis-áætlunarinnar til tunglsins.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem NASA reynir við skotið en í byrjun september þurfti að hætta við vegna bilunar í einni af hliðareldflaugum geimfarsins sem aðstoða við að lyfta því frá jörðu í upphafi skotsins. Þá var einnig hætt við skotið undir lok ágúst vegna vélarbilunar.

Geim­skotið, sem virðist hafa gengið vel í morgun, er liður í áætl­un um að senda mannað far á sporbaug um tunglið.

Á toppi flaugarinnar er Orion-geimfarið sem mun losna frá þegar flaugin nær út í geim. Orion-geimfarið er hannað til þess að rúma mannfólk en í þessari ferð eru þó einungis gínur með í för.

Hér fyrir neðan má sjá þegar flauginni var skotið á loft og einnig beint streymi frá NASA.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert