Vísbendingar um að fólk hafi dvalið í kjallaranum

Tjald ofan á sekkjum í kjallaranum.
Tjald ofan á sekkjum í kjallaranum. Ljósmynd/Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar

Vísbendingar eru um að fólk hafi hafst við í kjallaranum að Sóltúni 20, þar sem mikið magn matvæla fannst við óheilsusamlegar aðstæður. Koddar, dýnur, matarílát og tjald fundust í kjallaranum, sem var óhreinn og ekki meindýraheldur.

Hefur heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýst lögreglu um mögulega dvöl fólks í rýminu. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu eftirlitsins.

Vy-Þrif voru með kjallarann á leigu en Davíð Viðars­son, eig­andi þrifa­fyr­ir­tæk­is­ins, er stór­tæk­ur veit­ingamaður og á m.a. Vietnam mar­ket og 40% hlut í WO­KON Mat­höll ehf.

Í eftirlitsskýrslum HER segir að kjallarinn hafi verið óhreinn og ekki meindýraheldur. Megn meindýralykt var í kjallaranum og fundust þar bæði Lifandi og dauðar mýs og rottur.

Óhrein dýna.
Óhrein dýna. Ljósmynd/Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar
Koddar innan um sekki.
Koddar innan um sekki. Ljósmynd/Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert